Orðskviðirnir 2 - Biblían (2007)

Spekin, vörn gegn illu

1Sonur minn, ef þú hlýðir orðum mínum

og geymir boðorð mín hjá þér,

2veitir spekinni athygli þína

og hneigir hjarta þitt að hyggindum,

3já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin,

4ef þú leitar að þeim eins og silfri

og grefur eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum,

5þá mun þér lærast að óttast Drottin

og veitast þekking á Guði.

6Drottinn veitir speki,

af munni hans kemur þekking og hyggindi.

7Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna

og er skjöldur þeirra sem breyta grandvarlega

8því að hann vakir yfir stígum réttlætisins

og varðveitir veg sinna réttsýnu.

9Þá skilur þú einnig hvað réttlæti er, réttur og réttsýni,

skilur sérhverja braut hins góða.

10Speki mun þá koma til hjarta þíns,

og þekkingin verða sálu þinni til yndis.

11Aðgætnin mun vernda þig

og hyggindin varðveita þig

12til þess að frelsa þig frá vegi hins illa,

frá þeim mönnum sem fara með fals,

13sem hverfa af leið einlægninnar

og ganga á vegum myrkursins,

14sem gamna sér við ódæði

og fagna yfir illskuverkum,

15sem fara hlykkjóttar leiðir

og eru komnir á glapstigu í breytni sinni,

16til að frelsa þig frá léttúðardrós

og blíðmælgi hinnar framandi konu

17sem hefur yfirgefið unnusta æsku sinnar

og gleymt sáttmála Guðs síns,

18húsi hennar hallar til dauðans

og brautir hennar liggja niður til framliðinna,

19þeir sem inn til hennar fara snúa ekki aftur

og aldrei ná þeir aftur á lífsins stigu,

20til þess að þú gangir á vegi góðra manna

og haldir þig á leið réttlátra.

21Hinir hreinlyndu munu byggja landið

og hinir ráðvöndu verða þar áfram.

22En hinir ranglátu verða upprættir úr landinu

og hinum svikulu verður tortímt.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help