Sálmarnir 129 - Biblían (2007)

1Helgigönguljóð.

Menn sóttu mjög að mér allt frá æsku minni,

− skal Ísrael segja −

2menn sóttu mjög að mér allt frá æsku minni

en yfirbuguðu mig eigi.

3Þeir plægðu um hrygg mér,

gerðu plógförin löng.

4En Drottinn er réttlátur,

hann hefur höggvið fjötra óguðlegra.

5Allir sem hata Síon

skulu hörfa sneyptir.

6Þeir skulu verða sem gras á þekju

sem skrælnar áður en það sprettur.

7Sláttumaðurinn skal ekki fylla hönd sína

né heldur sá fang sitt sem bindur.

8Og enginn sem fram hjá fer mun segja:

„Blessun Drottins sé með yður.“

Vér blessum yður í nafni Drottins.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help