Fyrri kroníkubók 9 - Biblían (2007)

1aÞannig voru allir Ísraelsmenn skráðir í ættartölur. Þeir voru skráðir í bók Ísraelskonunga.

Íbúar í Jerúsalem eftir útlegðina

1bJúdamenn voru fluttir í útlegð til Babel vegna svika þeirra.

2Þeir fyrstu, sem settust að í landi þeirra og borgum, voru Ísraelsmenn, prestar, Levítar og musterisþjónar.

3Og í Jerúsalem bjuggu eftirtaldir af niðjum Júda og Benjamíns og Efraíms og Manasse:

4Útaí Ammíhúdsson, Omrísonar, Imrísonar, Banísonar. Hann var afkomandi Peresar Júdasonar.

5Og af Sílonítum: frumburðurinn Asaja og synir hans.

6Og af niðjum Sera: Jegúel. Og bræður þeirra voru sex hundruð og níutíu.

7Og af niðjum Benjamíns: Sallúm Mesúllamsson, Hódavjasonar, Semíasonar.

8Og Jíbneja Jeróhamsson og Ela Ússíson, Míkrísonar og Mesúllam Sefatjason, Regúelssonar, Jíbnejasonar.

9Og bræður þeirra eftir ættartölum þeirra voru níu hundruð fimmtíu og sex. Þeir voru allir ættarhöfðingjar.

10Og af prestunum: Jedaja og Jójaríb og Jakín

11og Asarja Hilkíason, Mesúllamssonar, Sadókssonar, Merajótssonar, Ahítúbssonar, höfðingja yfir húsi Guðs.

12Og Adaja Jeróhamsson, Pashúrssonar, Malkíasonar, og Maesí Adíelsson, Jahserasonar, Mesúllamssonar, Mesillemítssonar, Immerssonar.

13Og bræður þeirra, ættarhöfðingjar, voru sautján hundruð og sextíu talsins. Þeir voru mjög hæfir menn til að gegna þjónustu í húsi Guðs.

14Og af Levítunum: Semaja Hassúbsson, Asríkamssonar, Hasabjasonar af niðjum Merarí.

15Og Bakbakkar, Heres og Galal og Mattanja Míkason, Síkrísonar, Asafssonar

16og Óbadía Semajason, Galalssonar, Jedútúnssonar og Berekía Asason, Elkanasonar sem bjó í þorpum Netófatíta.

17Og hliðverðirnir voru Sallúm og Akkúb og Talmon og Ahíman og bræður þeirra. Var Sallúm, bróðir þeirra, æðstur

18og gætir enn konungshliðsins gegnt austri. Þetta voru hliðverðirnir í búðum Levíta.

19Og Sallúm Kóreson, Ebjasafssonar, Kórasonar og bræður hans, af ættkvísl hans, Kóraítar, voru þröskuldsverðir í tjaldinu. Feður þeirra höfðu gætt dyranna í herbúðum Drottins.

20Og Pínehas Eleasarsson var áður yfirmaður þeirra, Drottinn sé með honum.

21Og Sakaría Meselemjason gætti dyra samfundatjaldsins.

22Alls voru þeir sem valdir höfðu verið til að vera hliðverðir við þröskuldana tvö hundruð og tólf. Þeir höfðu látið skrá sig í ættartölur í þorpum sínum. Davíð og sjáandinn Samúel höfðu sett þá í embætti vegna þess að þeim var treystandi.

23Þeir og synir þeirra gættu hliðanna að húsi Drottins, að húsi tjaldbúðarinnar.

24Hliðverðirnir sneru í átt að heimshornunum fjórum: austri, vestri, norðri og suðri.

25Bræður þeirra, sem bjuggu í þorpum sínum, áttu að koma við og við og gegna þjónustunni með þeim, sjö daga í senn,

26þar sem aðeins fjórir æðstu hliðverðirnir höfðu fast starf á hendi. Þeir voru Levítar.

Þeir höfðu og umsjón með herbergjum og fjárhirslum í húsi Guðs.

27Um nætur héldu þeir til við hús Guðs því að þeim var falin gæsla og höfðu lykil til að ljúka upp á hverjum morgni.

28Nokkrir þeirra áttu að sjá um þjónustuáhöldin og telja þau er þeir báru þau út og inn.

29Nokkrir skyldu sjá um áhöldin, öll hin helgu áhöld, hveitimjölið, vínið og olíuna, reykelsið og kryddjurtirnar.

30Nokkrir af sonum prestanna áttu að gera smyrsl úr kryddjurtunum.

31En Mattitja, einum af Levítunum, frumburði Sallúms Kóraíta, var falinn pönnubaksturinn.

32Nokkrir af Kahatítum, bræðrum þeirra, áttu að sjá um skoðunarbrauðin og leggja þau fram á hverjum hvíldardegi.

33Söngvararnir, ættarhöfðingjar Levíta, búa í herbergjunum, lausir við önnur störf því að þeir hafa starfs að gæta dag og nótt.

34Þetta voru ættarhöfðingjar Levíta og höfðingjar ætta þeirra. Þeir bjuggu í Jerúsalem.

Ætt Sáls konungs

35Faðir Gíbeons, Jeíel, bjó í Gíbeon. Kona hans hét Maaka

36og frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr og Kís og Baal og Ner og Nadab

37og Gedór og Ahjó og Sakaría og Miklót.

38Og Miklót gat Símeam. Þeir settust einnig að í Jerúsalem eins og bræður þeirra og bjuggu hjá þeim.

39Og Ner gat Kís og Kís gat Sál og Sál gat Jónatan og Malkísúa og Abínadab og Esbaal.

40Og sonur Jónatans var Meríbaal og Meríbaal gat Míka.

41Og synir Míka voru Píton og Melek og Tahrea og Akas.

42Og Akas gat Jaera og Jaera gat Alemet og Asmavet og Simrí. Og Simrí gat Mósa

43og Mósa gat Bínea. Sonur hans var Refaja og sonur hans Elasa og sonur hans Asel.

44Og Asel átti sex syni og hétu þeir: Asríkam og Bokrú og Ísmael og Searja og Óbadía og Hanan. Þetta voru synir Asels.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help