1Spekin eykur hag fátæks manns
og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum.
2Lofa engan mann fyrir ásjáleik,
lasta eigi neinn fyrir útlit sitt.
3Örsmá er býflugan meðal fleygra vera
en afurð hennar er sætari öllu lostæti.
4Hreyk þér ekki upp þótt þú berir glæst klæði
og ofmetnast ekki þótt þú njótir sæmdar.
Því að Drottinn gerir dásemdarverk
og það sem hann aðhefst er mönnum hulið.
5Margur harðstjórinn hefur úr hásæti fallið
og sá hlaut kórónu sem síst varði.
6Margur valdhafinn þoldi mestu smán
og rómaðir menn lentu á valdi annarra.
Ver varkár7Finn eigi að neinu að ókönnuðu máli,
hygg fyrst að og gagnrýn síðan.
8Svara eigi fyrr en þú hefur hlustað
og gríp ekki fram í er annar talar.
9Þjarka ekki um það sem þig varðar engu
og eig ekki hlut að deilum syndara.
10Barn, gef þig eigi að of mörgu í senn,
með of margt í fangi muntu hrasa.
Hvernig sem þú keppist við muntu engu ná að ljúka
og sleppur ekki þótt þú hlaupist frá verki.
11Margur erfiðar, stritar og keppist við
en dregst þó sífellt aftur úr.
12Annar silast og er hjálparþurfi,
vanmegna er hann og örbjarga.
En augu Drottins hvíla á honum til góðs,
hann hefur hann upp
13og lætur hann bera höfuðið hátt,
mörgum vekur það furðu.
14Blítt og strítt, líf og dauði,
örbirgð og auður kemur frá Drottni.
15Speki, þekking og skilningur á lögmálinu kemur frá Drottni,
kærleikur og góðverk eru einnig frá honum.
16Villa og myrkur er syndaranna frá fæðingu
og þeim sem fellur illskan fylgir hún til elliára.
17Gjafir Drottins reynast guðræknum varanlegar,
velþóknun hans veitir ævarandi heill.
18Einn kemst í efni með sparnaði og nurli
en hver eru svo laun hans?
19Þegar hann segir: „Nú hvíli ég mig,
nú skal ég njóta auðs míns,“
þá veit hann eigi hve þess er langt að bíða
að hann láti öðrum sitt eftir og deyi.
20Gegndu skyldum þínum, sinntu þeim vel,
ræktu störf þín til elliára.
21Dáðu eigi verk guðlausra,
treystu Drottni og erfiða þolgóður.
Auðvelt er í augum Drottins
að koma fátækum skjótt í efni.
22Laun réttláts eru blessun Drottins,
hagur hans blómstrar á augabragði.
23Segðu ekki: „Hvers er mér vant,
hvaða gæði getur framtíðin fært mér?“
24Segðu ekki: „Ég á nægtir,
ekkert illt getur hent mig framar.“
25Á góðum dögum gleymist böl
en á óheilladegi er gæfu eigi minnst.
26Auðvelt er Drottni að endurgjalda
á endadægri hverjum eftir breytni.
27Þjáning um stund og auðna öll gleymist,
endalok manns afhjúpa hvernig hann breytti.
28Lýs engan sælan fyrir dánardægur,
af börnum manns má kenna hver hann var.
Vanda val vina29Leið eigi hvern sem er heim í hús þitt,
margvísleg eru brögð hins lævísa.
30Hjarta hrokagikks er sem ginningarfugl í búri
eða njósnari sem situr um ávirðingar þínar.
31Hann leitar færis til að leggja gott út á verri veg
og atar dygðir þínar auri.
32Af neista getur bingur kola orðið bál
og syndugur maður leitar færis að úthella blóði.
33Sneiddu hjá illvirkja, hann hyggur á illt,
lát hann ekki flekka þig um eilífð.
34Bjóðir þú ókunnugum til vistar
mun hann valda þér vanda
og gera þig framandi fólki þínu.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.