Jesaja 39 - Biblían (2007)

Sendiboðar frá Babýlon

1Um þetta leyti sendi Meródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjöf til Hiskía af því að hann hafði frétt af veikindum hans og lækningu.

2Hiskía gladdist yfir þessu og sýndi sendiboðunum fjárhirslu sína, silfrið, gullið, balsamið og úrvalsolíuna, vopnabúr sitt og allt annað sem varðveitt var í fjárhirslu hans. Í höll hans eða ríki var enginn sá hlutur sem hann sýndi þeim ekki.

3Jesaja spámaður kom þá til Hiskía konungs og spurði: „Hvað vildu þessir menn og hvaðan komu þeir?“ Hiskía svaraði: „Þeir komu frá fjarlægu landi, alla leið frá Babýlon.“

4Þá spurði Jesaja: „Hvað sáu þeir í húsi þínu?“ Hiskía svaraði: „Þeir sáu allt sem er í húsi mínu. Í fjárhirslum mínum er enginn sá hlutur sem ég sýndi þeim ekki.“

5Þá sagði Jesaja við Hiskía: „Hlýddu á orð Drottins allsherjar:

6Sá tími mun koma að allt sem er í húsi þínu og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir, segir Drottinn.

7Nokkrir af sonum þínum, niðjum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að herbergisþjónum Babýloníukonungs.“

8Hiskía svaraði Jesaja og sagði: „Gott er það orð sem þú hefur flutt mér frá Drottni.“ En hann hugsaði með sér: „Það verður þó friður og festa á meðan ég lifi.“

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help