1Minning Jósía er líkust reykelsisblöndu,
haglega gerðri af kunnáttumanni.
Hverjum munni er hún hunangssæt
eins og tónlist við samdrykkju.
2Hann gerði rétt er hann sneri þjóðinni til rétts vegar
og afmáði svívirðu siðleysisins.
3Hann gekk Drottni á hönd af öllu hjarta
og efldi guðrækni á tímum siðleysis.
Jeremía4Að Davíð frátöldum, Hiskía og Jósía
syndguðu allir konungarnir stórum.
Þeir voru fráhverfir lögmáli Hins hæsta
og konungarnir í Júda hurfu.
5Þeir seldu öðrum völd sín í hendur
og vegsemd sína framandi þjóð
6sem brenndi hina útvöldu borg helgidómsins
og gerði götur hennar mannlausar.
Það varð fyrir atbeina Jeremía.
7Þeir ofsóttu hann sem í móðurlífi var helgaður spámaður
til að uppræta, umturna og eyða
en einnig til að byggja og gróðursetja.
Esekíel8Esekíel fékk að líta dýrð Drottins í sýn
sem var birt honum á kerúbavagni.
9Hann hótaði óvinunum steypiregni
en hét þeim velfarnaði sem lifðu réttlátlega.Spámennirnir tólf
10Megi nýjar greinar vaxa upp
af beinum spámannanna tólf, þar sem þau liggja,
því að þeir hughreystu Jakob
og frelsuðu þjóðina er þeir gáfu henni örugga von.
Serúbabel og Jósúa11Hvernig fáum vér nógsamlega lofað Serúbabel
sem var líkur innsiglishring á hægri hendi?
12Sama má og segja um Jósúa Jósadaksson.
Þeir reistu helgidóminn á sínum dögum
og byggðu Drottni heilagt musteri
sem var búið til eilífrar dýrðar.
Nehemía13Orðstír Nehemía skal lifa lengi,
hann reisti hina föllnu múra fyrir oss,
styrkti hliðin og þverslárnar
og reisti hús vor upp af rústum.
Önnur stórmenni til forna14Enginn var á jörðu skapaður jafnoki Enoks
enda var hann numinn frá jörðu.
15Ekki hefur heldur fæðst neinn jafningi Jósefs
sem varð leiðtogi bræðra, lýðnum stoð,
jafnvel beinum hans sýndu menn virðingu.
16Sem og Set hlutu vegsemd af mönnum
en æðri öllu lifandi lífi er Adam.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.