1Hann sagði við mig: „Mannssonur, stattu á fætur og ég mun tala við þig.“
2Þegar hann talaði til mín kom andi í mig sem reisti mig á fætur og ég hlustaði á það sem hann sagði við mig.
3Hann sagði við mig: „Mannssonur, ég sendi þig til Ísraelsmanna sem eru uppreisnargjarnir og hafa risið gegn mér. Þeir og feður þeirra hafa brotið gegn mér allt til þessa dags.
4Ég sendi þig til barna sem eru hörð á svip og hafa forhert hjarta. Þú skalt segja við þau: Svo segir Drottinn Guð.
5Hvort sem þeir hlusta eða neita að hlusta, því að þeir eru þverúðugt fólk, skulu þeir játa að spámaður hefur verið á meðal þeirra.
6En þú, mannssonur, skalt ekki óttast þá né hræðast orð þeirra þó að þyrnar umlyki þig og þú sitjir á sporðdrekum. Þú skalt ekki óttast orð þeirra og ekki hræðast fyrir augliti þeirra því að þeir eru þverúðugir.
7Þú skalt flytja þeim orð mín hvort sem þeir hlusta á þau eða gefa þeim engan gaum því að þeir eru þverúðugir.
8En þú, mannssonur, hlýddu á það sem ég segi við þig. Vertu ekki þrjóskur eins og þetta þverúðuga fólk. Opnaðu munn þinn og et það sem ég fæ þér.“
9Þegar ég leit upp sá ég hönd sem að mér var rétt og í henni var bók.
10Hann rakti hana sundur fyrir mér og á hana voru rituð, bæði á framhlið hennar og bakhlið, harmakvein, andvörp og kveinstafir.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.