Fjórða Mósebók 7 - Biblían (2007)

Gjafir ættbálkahöfðingjanna

1Daginn sem Móse lauk við að reisa tjaldbúðina, hafði smurt hana og helgað ásamt öllum áhöldum sem henni heyrðu til, reisti hann altarið og smurði það og helgaði ásamt öllum áhöldum þess.

2Foringjar Ísraels, sem voru höfðingjar fjölskyldna þeirra, ættarhöfðingjar, leiðtogar þeirra sem voru taldir,

3komu þá með gjafir sínar fram fyrir auglit Drottins, sex lokaða vagna og tólf naut, einn vagn fyrir hverja tvo höfðingja og naut fyrir hvern þeirra. Þeir komu með þetta að framhlið tjaldbúðarinnar.

4Drottinn ávarpaði Móse og sagði:

5„Taktu við þessum gjöfum af þeim. Þær á að nota við störfin í samfundatjaldinu. Þú skalt fá þær Levítunum, hverjum það sem hann þarf til síns verks.“

6Móse tók við vögnunum og nautunum og fékk Levítunum.

7Hann fékk niðjum Gersons tvo vagna og fjögur naut til starfa sinna.

8Hann fékk niðjum Merarí fjóra vagna og átta naut til starfa sinna en þeir voru undir stjórn Ítamars prests Aronssonar.

9En niðjum Kahats fékk hann ekkert því að störf þeirra voru við helgidóminn sem þeir áttu að bera á herðum sér.

10Höfðingjarnir báru fram gjafir vegna vígslu altarisins daginn sem það var smurt, þeir færðu gjafir sínar fram fyrir altarið.

11Drottinn hafði sagt við Móse: „Hvern dag skal einn höfðingi bera fram gjöf sína vegna vígslu altarisins.“

12Fyrsta daginn færði Nakson Ammínadabsson af ættbálki Júda fram gjöf sína.

13Gjöf hans var silfurfat sem var hundrað og þrjátíu siklar að þyngd, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

14Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

15Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

16geithafur til syndafórnar

17og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Naksons Ammínadabssonar.

18Annan daginn færði Netanel Súarsson, höfðingi Íssakars, fram gjöf sína.

19Færði hann að gjöf silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

20Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

21Auk þess ungt naut, hrút og veturgamalt lamb til brennifórnar,

22geithafur til syndafórnar

23og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrúta, fimm geithafra og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Netanels Súarssonar.

24Þriðja daginn kom Elíab Helónsson, höfðingi Sebúlonsniðja.

25Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

26Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

27Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

28geithafur til syndafórnar

29og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Elíabs Helónssonar.

30Fjórða daginn kom Elísúr Sedeúrsson, höfðingi Rúbensniðja.

31Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

32Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

33Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

34geithafur til syndafórnar

35og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Elísúrs Sedeúrssonar.

36Fimmta daginn kom Selúmíel Súrísaddaíson, höfðingi Símeonsniðja.

37Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

38Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

39Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

40geithafur til syndafórnar

41og til heillafórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Selúmíels Súrísaddaísonar.

42Sjötta daginn kom Eljasaf Degúelsson, höfðingi Gaðssona.

43Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

44Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

45Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

46geithafur til syndafórnar

47og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Eljasafs Degúelssonar.

48Sjöunda daginn kom Elísama Ammíhúðsson, höfðingi Efraímsniðja.

49Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

50Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

51Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

52geithafur til syndafórnar

53og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Elísama Ammíhúðssonar.

54Áttunda daginn kom Gamlíel Pedasúrsson, höfðingi Manassesona.

55Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

56Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

57Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

58geithafur til syndafórnar

59og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Gamlíels Pedasúrssonar.

60Níunda daginn kom Abídan Gídoníson, höfðingi Benjamínssona.

61Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt með fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

62Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

63Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

64geithafur til syndafórnar

65og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Abídans Gídonísonar.

66Tíunda daginn kom Akíeser Ammísaddaíson, höfðingi Dansniðja.

67Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins.

68Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

69Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

70geithafur til syndafórnar

71og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Akíesers Ammísaddaísonar.

72Ellefta daginn kom Pagíel Ókransson, höfðingi Assersniðja.

73Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

74Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

75Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

76geithafur til syndafórnar

77og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Pagíels Ókranssonar.

78Tólfta daginn kom Akíra Enansson, höfðingi niðja Naftalí.

79Gjöf hans var silfurfat sem vó hundrað og þrjátíu sikla, silfurskál sem vó sjötíu sikla á vog helgidómsins. Bæði ílátin voru fyllt fínu mjöli, blönduðu olíu, til kornfórnar.

80Enn fremur gullskál, sem vó tíu sikla, fyllt reykelsi.

81Auk þess ungt naut, hrútur og veturgamalt lamb til brennifórnar,

82geithafur til syndafórnar

83og til lokasláturfórnar tvö naut, fimm hrútar og fimm veturgömul lömb. Þetta var gjöf Akíra Enanssonar.

84Þetta voru gjafir höfðingja Ísraels vegna vígslu altarisins daginn sem það var smurt: tólf silfurföt, tólf silfurskálar, tólf gullskálar.

85Hvert silfurfat vó hundrað og þrjátíu sikla og hver silfurskál vó sjötíu sikla. Alls vó silfrið í ílátunum tvö þúsund og fjögur hundruð sikla á vog helgidómsins.

86Enn fremur tólf gullskálar fylltar reykelsi. Hver skál vó tíu sikla á vog helgidómsins. Alls vó gullið í skálunum hundrað og tuttugu sikla.

87Nautgripirnir, sem ætlaðir voru til brennifórnar, voru tólf ungneyti, enn fremur tólf hrútar, tólf geithafrar, tólf veturgömul lömb ásamt kornfórninni sem heyrir til.

88Nautgripirnir, sem ætlaðir voru til lokasláturfórnar, voru tuttugu og fjögur ungneyti, enn fremur sextíu hrútar, sextíu geithafrar, sextíu veturgömul lömb. Þetta var gjöf vegna vígslu altarisins eftir að það hafði verið smurt.

89Hverju sinni sem Móse gekk inn í samfundatjaldið til þess að tala við Drottin heyrði hann röddina sem ávarpaði hann frá lokinu sem er á örk sáttmálstáknsins, staðnum milli kerúbanna. Þaðan talaði Drottinn til Móse.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help