Sálmarnir 85 - Biblían (2007)

1Til söngstjórans. Kóraítasálmur.

2Drottinn, þú hefur haft þóknun á landi þínu,

snúið við hag Jakobs.

3Þú hefur fyrirgefið misgjörð lýðs þíns,

hulið allar syndir hans. (Sela)

4Þú hefur sefað reiði þína,

látið af glóandi bræði þinni.

5Rétt oss við aftur, Guð, frelsari vor,

og lát af gremju þinni gegn oss.

6Ætlar þú að vera oss reiður um aldur og ævi,

láta reiði þína vara frá kyni til kyns?

7Vilt þú ekki láta oss lifna við aftur

svo að lýður þinn geti glaðst yfir þér?

8Lát oss, Drottinn, sjá miskunn þína

og veit oss hjálpræði þitt.

9Ég vil hlýða á það sem Drottinn Guð talar.

Hann talar frið til lýðs síns og til dýrkenda sinna

og til þeirra er snúa hjarta sínu til hans.

10Hjálp hans er nálæg þeim er óttast hann

svo að dýrð hans megi búa í landi voru.

11Elska og trúfesti mætast,

réttlæti og friður kyssast.

12Trúfesti sprettur úr jörðinni

og réttlæti horfir niður af himni.

13Þá gefur Drottinn gæði

og landið afurðir.

14Réttlæti fer fyrir honum

og friður fylgir skrefum hans.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help