Sálmarnir 83 - Biblían (2007)

1Ljóð. Asafssálmur.

2Guð, ver eigi hljóður,

ver eigi þögull, ó Guð, né aðgerðalaus.

3Því sjá, óvinir þínir gera hark

og hatursmenn þínir reigja sig.

4Þeir sitja á svikráðum við lýð þinn,

leggja á ráðin gegn þeim sem þú verndar.

5Þeir segja: „Komið. Vér skulum afmá þá sem þjóð

svo að nafns Ísraels verði ekki framar minnst.“

6Þeir voru einhuga um ráðagerð sína

og gerðu bandalag gegn þér:

7Edómítar og Ísmaelítar,

Móabítar og Hagrítar,

8Gebal og Ammón og Amalek,

Filistear ásamt Týrusbúum.

9Assúr sameinast þeim einnig

og styður Lots niðja með armi sínum.

10Farðu með þá eins og Midían,

eins og Sísera, eins og Jabín við Kísonlæk,

11þeim var gereytt við Endór,

þeir urðu áburður á jörðina.

12Farðu með leiðtoga þeirra eins og Óreb og Seeb,

alla höfðingja þeirra eins og Seba og Salmúna

13sem sögðu: „Vér skulum vinna haglendi Guðs.“

14Guð minn, ger þá sem skrælnaða þistla,

sem hálmleggi fyrir vindi.

15Eins og eldur, sem brennir skóginn,

og logi, sem svíður fjöllin,

16svo skaltu elta þá með ofviðri þínu,

skelfa þá með fellibyl þínum.

17Lát andlit þeirra roðna af skömm

svo að þeir leiti nafns þíns, Drottinn.

18Lát þá verða til skammar og skelfast um aldur,

lát þá tortímast með skömm

19svo að þeir játi að þú, sem berð nafnið Drottinn,

þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help