Orðskviðirnir 9 - Icelandic Bible 1981

Spekin og frú Heimska bjóða í veislu

1Spekin hefir reist sér hús,

höggvið til sjö stólpa sína.

2Hún hefir slátrað sláturfé sínu, byrlað vín sitt,

já, hún hefir þegar búið borð sitt.

3Hún hefir sent út þernur sínar, hún kallar

á háum stöðum í borginni:

4“Hver, sem óreyndur er, komi hingað!”

Við þann, sem óvitur er, segir hún:

5“Komið, etið mat minn

og drekkið vínið, sem ég hefi byrlað.

6Látið af heimskunni, þá munuð þér lifa,

og fetið veg hyggindanna.”

7Sá sem áminnir spottara, bakar sér smán,

og þeim sem ávítar óguðlegan, verður það til vansa.

8Ávíta eigi spottarann, svo að hann hati þig eigi,

ávíta hinn vitra, og hann mun elska þig.

9Gef hinum vitra, þá verður hann að vitrari,

fræð hinn réttláta, og hann mun auka lærdóm sinn.

10Ótti Drottins er upphaf viskunnar

og að þekkja Hinn heilaga eru hyggindi.

11Því að fyrir mitt fulltingi munu dagar þínir verða margir

og ár lífs þíns aukast.

12Sért þú vitur, þá ert þú vitur þér til góðs,

en sért þú spottari, þá mun það bitna á þér einum.

13Frú Heimska er óhemja,

einföld og veit ekkert.

14Hún situr úti fyrir húsdyrum sínum,

á stól uppi á háu stöðunum í borginni

15til þess að kalla á þá, sem um veginn fara,

þá er ganga beint áfram leið sína:

16“Hver sem óreyndur er, komi hingað!”

og við þann sem óvitur er, segir hún:

17“Stolið vatn er sætt,

og lostætt er launetið brauð.”

18Og hann veit ekki, að þar eru hinir framliðnu,

að þeir sem hún hefir boðið heim, eru í djúpum Heljar.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help