Sálmarnir 15 - Icelandic Bible 1981

1Davíðssálmur

Drottinn, hver fær að gista í tjaldi þínu,

hver fær að búa á fjallinu þínu helga?

2Sá er fram gengur í flekkleysi og iðkar réttlæti

og talar sannleik af hjarta,

3sá er eigi talar róg með tungu sinni,

eigi gjörir öðrum mein

og eigi leggur náunga sínum svívirðing til;

4sem fyrirlítur þá er illa breyta,

en heiðrar þá er óttast Drottin,

sá er sver sér í mein og bregður eigi af,

5sá er eigi lánar fé sitt með okri

og eigi þiggur mútur gegn saklausum -

sá er þetta gjörir, mun eigi haggast um aldur.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help