1Halelúja.
Syngið Drottni nýjan söng,
lofsöngur hans hljómi í söfnuði trúaðra.
2Ísrael gleðjist yfir skapara sínum,
synir Síonar fagni yfir konungi sínum.
3Þeir skulu lofa nafn hans með gleðidansi,
leika fyrir honum á bumbur og gígjur.
4Því að Drottinn hefir þóknun á lýð sínum,
hann skrýðir hrjáða með sigri.
5Hinir trúuðu skulu gleðjast með sæmd,
syngja fagnandi í hvílum sínum
6með lofgjörð Guðs á tungu
og tvíeggjað sverð í höndum
7til þess að framkvæma hefnd á þjóðunum,
hirtingu á lýðunum,
8til þess að binda konunga þeirra með fjötrum,
þjóðhöfðingja þeirra með járnhlekkjum,
9til þess að fullnægja á þeim skráðum dómi.
Það er til vegsemdar öllum dýrkendum hans.
Halelúja.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.