Sálmarnir 113 - Icelandic Bible 1981

1Halelúja.

Þjónar Drottins, lofið,

lofið nafn Drottins.

2Nafn Drottins sé blessað

héðan í frá og að eilífu.

3Frá sólarupprás til sólarlags

sé nafn Drottins vegsamað.

4Drottinn er hafinn yfir allar þjóðir

og dýrð hans yfir himnana.

5Hver er sem Drottinn, Guð vor?

Hann situr hátt

6og horfir djúpt

á himni og á jörðu.

7Hann reisir lítilmagnann úr duftinu,

lyftir snauðum upp úr saurnum

8og leiðir hann til sætis hjá tignarmönnum,

hjá tignarmönnum þjóðar hans.

9Hann lætur óbyrjuna í húsinu búa í næði

sem glaða barnamóður.

Halelúja.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help