Sálmarnir 114 - Icelandic Bible 1981

1Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi,

Jakobs ætt frá þjóðinni, er mælti á erlenda tungu,

2varð Júda helgidómur hans,

Ísrael ríki hans.

3Hafið sá það og flýði,

Jórdan hörfaði undan.

4Fjöllin hoppuðu sem hrútar,

hæðirnar sem lömb.

5Hvað er þér, haf, er þú flýr,

Jórdan, er þú hörfar undan,

6þér fjöll, er þér hoppið sem hrútar,

þér hæðir sem lömb?

7Titra þú, jörð, fyrir augliti Drottins,

fyrir augliti Jakobs Guðs,

8hans sem gjörir klettinn að vatnstjörn,

tinnusteininn að vatnslind.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help