1Við Babýlons fljót, þar sátum vér og grétum,
er vér minntumst Síonar.
2Á pílviðina þar
hengdum vér upp gígjur vorar.
3Því að herleiðendur vorir heimtuðu
söngljóð af oss
og kúgarar vorir kæti:
“Syngið oss Síonarkvæði!”
4Hvernig ættum vér að syngja Drottins ljóð
í öðru landi?
5Ef ég gleymi þér, Jerúsalem,
þá visni mín hægri hönd.
6Tunga mín loði mér við góm,
ef ég man eigi til þín,
ef Jerúsalem er eigi allra besta yndið mitt.
7Mun þú Edóms niðjum, Drottinn,
óheilladag Jerúsalem,
þegar þeir æptu: “Rífið, rífið
allt niður til grunna!”
8Babýlonsdóttir, þú sem tortímir!
Heill þeim, er geldur þér
fyrir það sem þú hefir gjört oss!
9Heill þeim er þrífur ungbörn þín
og slær þeim niður við stein.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.