1Asafs-sálmur.
Guð stendur á guðaþingi,
heldur dóm mitt á meðal guðanna:
2“Hversu lengi ætlið þér að dæma með rangsleitni
og draga taum hinna óguðlegu? [Sela]
3Rekið réttar bágstaddra og föðurlausra,
látið hinn þjáða og fátæka ná rétti sínum,
4bjargið bágstöddum og snauðum,
frelsið þá af hendi óguðlegra.”
5Þeir hafa eigi skyn né skilning,
þeir ráfa í myrkri,
allar undirstöður jarðarinnar riða.
6Ég hefi sagt: “Þér eruð guðir
og allir saman synir Hins hæsta,
7en sannlega skuluð þér deyja sem menn,
falla sem einn af höfðingjunum.”
8Rís upp, ó Guð, dæm þú jörðina,
því að þú ert erfðahöfðingi yfir öllum þjóðum.
Who We AreWhat We EelieveWhat We Do
2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.