Sálmarnir 84 - Icelandic Bible 1981

1Til söngstjórans. Á gittít. Kóraíta-sálmur.

2Hversu yndislegir eru bústaðir þínir,

Drottinn hersveitanna.

3Sálu mína langaði til, já, hún þráði

forgarða Drottins,

nú fagnar hjarta mitt og hold

fyrir hinum lifanda Guði.

4Jafnvel fuglinn hefir fundið hús,

og svalan á sér hreiður,

þar sem hún leggur unga sína:

ölturu þín, Drottinn hersveitanna,

konungur minn og Guð minn!

5Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu,

þeir munu ætíð lofa þig. [Sela]

6Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér,

er þeir hugsa til helgigöngu.

7Er þeir fara gegnum táradalinn,

umbreyta þeir honum í vatnsríka vin,

og haustregnið færir honum blessun.

8Þeim eykst æ kraftur á göngunni

og fá að líta Guð á Síon.

9Drottinn, Guð hersveitanna, heyr bæn mína,

hlýð til, þú Jakobs Guð. [Sela]

10Guð, skjöldur vor, sjá

og lít á auglit þíns smurða!

11Því að einn dagur í forgörðum þínum er betri

en þúsund aðrir,

heldur vil ég standa við þröskuldinn í húsi Guðs míns

en dvelja í tjöldum óguðlegra.

12Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur,

náð og vegsemd veitir Drottinn.

Hann synjar þeim engra gæða,

er ganga í grandvarleik.

13Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður, sem treystir þér.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help