Sálmarnir 122 - Icelandic Bible 1981

1Helgigönguljóð. Eftir Davíð.

Ég varð glaður, er menn sögðu við mig:

“Göngum í hús Drottins.”

2Fætur vorir standa

í hliðum þínum, Jerúsalem.

3Jerúsalem, þú hin endurreista,

borgin þar sem öll þjóðin safnast saman,

4þangað sem kynkvíslirnar fara,

kynkvíslir Drottins -

það er regla fyrir Ísrael -

til þess að lofa nafn Drottins,

5því að þar standa dómarastólar,

stólar fyrir Davíðs ætt.

6Biðjið Jerúsalem friðar,

hljóti heill þeir, er elska þig.

7Friður sé kringum múra þína,

heill í höllum þínum.

8Sakir bræðra minna og vina

óska ég þér friðar.

9Sakir húss Drottins, Guðs vors,

vil ég leita þér hamingju.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help