Sálmarnir 128 - Icelandic Bible 1981

1Helgigönguljóð.

Sæll er hver sá, er óttast Drottin,

er gengur á hans vegum.

2Já, afla handa þinna skalt þú njóta,

sæll ert þú, vel farnast þér.

3Kona þín er sem frjósamur vínviður

innst í húsi þínu,

synir þínir sem teinungar olíutrésins

umhverfis borð þitt.

4Sjá, sannarlega hlýtur slíka blessun sá maður,

er óttast Drottin.

5Drottinn blessi þig frá Síon,

þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína,

6og sjá sonu sona þinna.

Friður sé yfir Ísrael!

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help