Sálmarnir 20 - Icelandic Bible 1981

1Til söngstjórans. Davíðssálmur.

2Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar,

nafn Jakobs Guðs bjargi þér.

3Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum,

styðji þig frá Síon.

4Hann minnist allra fórnargjafa þinna

og taki brennifórn þína gilda. [Sela]

5Hann veiti þér það er hjarta þitt þráir,

og veiti framgang öllum áformum þínum.

6Ó að vér mættum fagna yfir sigri þínum

og veifa fánanum í nafni Guðs vors.

Drottinn uppfylli allar óskir þínar.

7Nú veit ég, að Drottinn veitir hjálp sínum smurða,

svarar honum frá sínum helga himni,

í máttarverkum kemur fulltingi hægri handar hans fram.

8Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum,

en vér af nafni Drottins, Guðs vors.

9Þeir fá knésig og falla,

en vér rísum og stöndum uppréttir.

10Drottinn! Hjálpa konunginum

og bænheyr oss, er vér hrópum.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help