Sálmarnir 16 - Icelandic Bible 1981

1Davíðs-miktam.

Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis.

2Ég segi við Drottin: “Þú ert Drottinn minn,

ég á engin gæði nema þig.”

3Á hinum heilögu sem í landinu eru og hinum dýrlegu -

á þeim hefi ég alla mína velþóknun.

4Miklar eru þjáningar þeirra, er kjörið hafa sér annan guð.

Ég vil eigi dreypa þeirra blóðugu dreypifórnum

og eigi taka nöfn þeirra mér á varir.

5Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar;

þú heldur uppi hlut mínum.

6Mér féllu að erfðahlut indælir staðir,

og arfleifð mín líkar mér vel.

7Ég lofa Drottin, er mér hefir ráð gefið,

jafnvel um nætur er ég áminntur hið innra.

8Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum,

þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur.

9Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst,

og líkami minn hvílist í friði,

10því að þú ofurselur Helju eigi líf mitt,

leyfir eigi að þinn trúaði sjái gröfina.

11Kunnan gjörir þú mér veg lífsins,

gleðignótt er fyrir augliti þínu,

yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help