Sálmarnir 3 - Icelandic Bible 1981

1Sálmur Davíðs, þá er hann flýði fyrir Absalon syni sínum.

2Drottinn, hversu margir eru mótstöðumenn mínir,

margir eru þeir er rísa upp í móti mér.

3Margir segja um mig:

“Hann fær enga hjálp hjá Guði!” [Sela]

4En þú, Drottinn, ert hlífiskjöldur minn,

þú ert sæmd mín og lætur mig bera höfuð mitt hátt.

5Þá er ég hrópa til Drottins,

svarar hann mér frá fjallinu sínu helga. [Sela]

6Ég leggst til hvíldar og sofna,

ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér.

7Ég óttast eigi hinn óteljandi manngrúa,

er fylkir sér gegn mér á allar hliðar.

8Rís þú upp, Drottinn, hjálpa mér, Guð minn,

því að þú hefir lostið fjandmenn mína kinnhest,

brotið tennur illvirkjanna.

9Hjá Drottni er hjálpin,

blessun þín komi yfir lýð þinn! [Sela]

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help