Sálmarnir 110 - Icelandic Bible 1981

1Davíðssálmur.

Svo segir Drottinn við herra minn:

“Sest þú mér til hægri handar,

þá mun ég leggja óvini þína

sem fótskör að fótum þér.”

2Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon,

drottna þú mitt á meðal óvina þinna!

3Þjóð þín kemur sjálfboða á valdadegi þínum.

Í helgu skrauti frá skauti morgunroðans

kemur dögg æskuliðs þíns til þín.

4Drottinn hefir svarið, og hann iðrar þess eigi:

“Þú ert prestur að eilífu, að hætti Melkísedeks.”

5Drottinn er þér til hægri handar,

hann knosar konunga á degi reiði sinnar.

6Hann heldur dóm meðal þjóðanna, fyllir allt líkum,

hann knosar höfuð um víðan vang.

7Á leiðinni drekkur hann úr læknum,

þess vegna ber hann höfuðið hátt.

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help