Sálmarnir 87 - Icelandic Bible 1981

1Kóraíta-sálmur. Ljóð.

2Drottinn grundvallaði borg sína á heilögum fjöllum,

hann elskar hlið Síonar framar öllum bústöðum Jakobs.

3Dýrlega er talað um þig,

þú borg Guðs. [Sela]

4Ég nefni Egyptaland og Babýlon vegna játenda minna þar,

hér er Filistea og Týrus, ásamt Blálandi,

einn er fæddur hér, annar þar.

5En Síon kallast móðirin,

hver þeirra er fæddur í henni,

og hann, Hinn hæsti, verndar hana.

6Drottinn telur saman í þjóðaskránum,

einn er fæddur hér, annar þar. [Sela]

7Og menn syngja eins og þeir er stíga dans:

“Allar uppsprettur mínar eru í þér.”

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help