Sálmarnir 125 - Icelandic Bible 1981

1Helgigönguljóð.

Þeir sem treysta Drottni

eru sem Síonfjall, er eigi bifast,

sem stendur að eilífu.

2Fjöll eru kringum Jerúsalem,

og Drottinn er kringum lýð sinn

héðan í frá og að eilífu.

3Því að veldissproti guðleysisins

mun eigi hvíla á landi réttlátra,

til þess að hinir réttlátu

skuli eigi rétta fram hendur sínar til ranglætis.

4Gjör þú góðum vel til, Drottinn,

og þeim sem hjartahreinir eru.

5En þá er beygja á krókóttar leiðir

mun Drottinn láta hverfa með illgjörðamönnum.

Friður sé yfir Ísrael!

Blog
About Us
Message
Site Map

Who We AreWhat We EelieveWhat We Do

Terms of UsePrivacy Notice

2025 by iamachristian.org,Inc All rights reserved.

Home
Gospel
Question
Blog
Help